Tónlist í leikskóla

Tónlist í leikskóla er ætluð þeim sem kenna í leikskólum eða á yngri stigum grunnskóla og öðrum sem starfa með ungum börnum. Fjallað er um tónlist sem þroskaþátt í leik barna og skipulögðu starfi í söngstundum, tónlistartímum og þemavinnu. Einnig eru hér margs konar hugmyndir að efni sem nota má jafnt í formlegu starfi sem óformlegu og er því skipt niður í hljóðleiki, sönglög og hlustunarefni.

Þrír geisladiskar fylgja bókinni. Tveir eru með sönglögum þar sem flytjendur eru Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon, Margrét Kristjánsdóttir, Karl Roth og fleiri en þriðji diskurinn er með tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Bókinni fylgir einnig vefefni en aðgangur að því er bundinn við lykilorð. Lykilorðið má fá með því að senda tölvupóst á netfangið forlagid@forlagid.is.

Höfundur bókarinnar, Sigríður Pálmadóttir, hefur helgað starf sitt tónlistarnámi barna um langt árabil og verið lektor í tónmennt við Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands.