Sigríður Pálmadóttir (f. 1939) lauk kennaraprófi frá Staatliche Hochschule für Musik, Köln, Þýskalandi og diplómanámi með tónlistaruppeldi ungra barna sem sérsvið frá AIEM Willems, Lyon, Frakklandi.
Sigríður starfaði um árabil við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, áður Barnamúsíkskólann en frá 1985 hefur starfsvettvangurinn verið á sviði kennaramenntunar, síðast við Menntavísindadeild Háskóla Íslands. Einnig hefur Sigríður sinnt rannsóknum á tónefni sem tengist íslenskum barnagælum og þulum frá fyrri tíð.